Menu

Gífurleg eyðilegging af völdum fellibylsins Irmu

UNICEF óttast um áhrif hennar á líf hunduð þúsunda barna

 

Gífurleg eyðilegging blasir við á eyjunum í Karíbahafi þar sem fellibylurinn Irma hefur farið yfir.  UNICEF er á staðnum og dreifir hjálpargögnum. Óttast er að fellibylurinn muni hafa bein áhrif á líf hundruð þúsunda barna.
Um er að ræða einn öflugasta fellibyl sem mælst hefur, með vindhraða yfir 260 km/klst. Heimili, skólar, sjúkrahús og önnur mannvirki hafa gjöreyðilagst eða stórskemmst. Irma stefnir nú hratt á Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu.

UNICEF er á staðnum

UNICEF var á staðnum fyrir fellibylinn og búið var að koma fyrir neyðarbirgðum á eyjunum, þar á meðal vatnsbirgðum, mat, hreinlætisgögnum, neyðarskýlum og námsgögnum. UNICEF vinnur náið með yfirvöldum og öðrum hjálparstofnunum á eyjunum til þess að samhæfa viðbrögð.

Starfsfólk UNICEF er í viðbragðsstöðu og áhersla er lögð á að tryggja að fólk hafi drykkjarvatn og öruggt skjól, börn fái heilbrigðisþjónustu og að nóg sé til af hjálpargögnum. Þar sem skólar hafa víða gjöreyðilagst, mun UNICEF setja upp bráðabirgðaskóla til þess að skólastarf barna raskist sem minnst og til þess að veita þeim öryggi og skjól. 

Hjálp heimsforeldra gerir okkur kleift að undirbúa neyðaraðgerðir og bregðast við, áður en hamfarir dynja yfir. Takk fyrir að vera heimsforeldri, hjálpin skiptir öllu máli. 

Ég vil gefa mánaðarlega

Þitt framlag

Eða

Önnur upphæð