16. apríl 2020

Fylgdarlausum börnum bjargað úr slæmum aðstæðum í Grikklandi

UNICEF, IOM (The International Organization for Migration og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lýsa yfir ánægju með að í gær tókst að koma tólf fylgdarlausum börnum í hælisleit fyrir í Lúxemborg þar sem tekið var vel á móti þeim seinnipartinn í gær.

16. apríl 2020 UNICEF, IOM (The International Organization for Migration og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lýsa yfir ánægju með að í gær tókst að koma tólf fylgdarlausum börnum í hælisleit fyrir í Lúxemborg þar sem tekið var vel á móti þeim seinnipartinn í gær. Börnin höfðu öll búið í yfirfullum móttökumiðstöðvum fyrir flóttafólk og hælisleitendur á grísku eyjunum Lesbos, Samos og Chios í marga mánuði. Þjóðverjar vinna nú að því að taka á móti öðrum hópi fylgdarlausra barna frá Grikklandi og standa vonir til að það verði nú um helgina.

Móttaka Lúxemborgar er sú fyrsta af vonandi mörgum að frumkvæði Evrópusambandsins í aðgerðum sem miða að því að koma 1.600 fylgdarlausum börnum í Grikklandi fyrir á betri stað. Tíu aðildarríki ESB auk Sviss hafa skuldbundið sig til að taka á móti börnunum.

Þessar þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, IOM og UNHCR, segjast í sameiginlegri yfirlýsingu fagna þessum jákvæðu fyrstu skrefum í átt að því að bjarga þessum viðkvæma hópi barna frá slæmum aðstæðum í flóttamannabúðum og móttökumiðstöðvum í Grikklandi á komandi vikum. Stofnanirnar fagna því einnig að aðgerðirnar nú í Grikklandi, Lúxemborg og Þýskalandi taki meðal annars mið af því sem er börnunum fyrir bestu í þessu tilfelli.

„Þetta framtak nú er ekki síst mikilvægt í ljósi aðstæðna vegna heimsfaraldurs COVID-19. Að flytja börnin á þessum erfiðu tímum sendir sterk skilaboð um evrópska samstöðu og við vonumst til að sjá meira af þessu,“ segir Ola Henrikson, svæðisstjóri IOM gagnvart EES, ESB og NATO.

Páll Valur Björnsson, Elín Hirst, Valgerður Bjarnadóttir, Birgitta Jónsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru öll talsmenn barna á Alþingi og tóku þátt í umræðum um skýrsluna okkar í þinginu í gær. Hvað eru þingmenn að gera hér með alltof stór, litrík gleraugu? Jú, þetta eru sérstök barnagleraugu til að minna þingmenn á að líta á málin frá sjónarhóli barna.

Börnin sem flutt voru í gær, ein stúlka og ellefu drengir, tvö frá Sýrlandi og tíu frá Afganistan, eru á aldrinum 11 til 15 ára.

„Tólf börn sjá í dag fram á bjartari framtíð í nýju landi,“ segir Philippe Leclerc, fulltrúi Flóttamannastofnunar S.Þ. í Grikklandi í tilkynningu stofnanna. „UNHCR hefur unnið náið með Grikkjum, Evrópsku stuðningsskrifstofunni í hælismálefnum (EASO) og frjálsum félagasamtökum við að tryggja að bestu hagsmunir barnanna séu tryggðir. Evrópuþjóðir verða að vinna saman og deila ábyrgðinni og byrðunum með Grikklandi til að tryggja að öll fylgdarlaus börn fái þá umönnun og öryggi sem þau eiga rétt á.“

Áður en lagt var af stað í gær fengu börnin öll læknisskoðun og voru prófuð fyrir COVID-19. Reyndust þau öll smitlaus.

Í átaki ESB er lögð áhersla á að tekið verði af ábyrgð á móti börnunum og þau ekki hýst í stórum skýlum eða miðstöðvum. Heldur fái þau strax stuðning og öryggi og skjótan aðgang að heilbrigðisþjónustu, félags- og sálfræðiþjónustu sem og menntun og annarri mikilvægri grunnþjónustu.

„Ég vona að þessar vel heppnuðu aðgerðir nú hvetji önnur Evrópulönd til að fylgja í kjölfarið og flýta sambærilegum aðgerðum hjá sér,“ segir Afshan Khan, yfirmaður UNICEF í Evrópu, Mið-Asíu og samhæfingarstjóri í málefnum flóttamanna og hælisleitenda í Evrópu. „Þetta framtak er mikilvægt því börnin sem hér um ræðir eru tilheyra viðkvæmasta hópnum og eru í mestri þörf á vernd.“

Í byrjun þessa mánaðar voru skráð 5.200 fylgdarlaus börn og börn sem aðskilin höfðu verið frá fjölskyldu sinni í Grikklandi. Öll þeirra þurfa skjóta lausn sinna mála, forgangsskráningu, sameiningu við fjölskyldu sína og að vera komið fyrir á öðrum stað. Meðal þeirra eru 1.600 talin í sérstakri hættu á meðal annars misnotkun, ofbeldi og í sérlega slæmri stöðu í yfirfullum móttökumiðstöðvum á grísku eyjunum. Stuðningur Evrópusambandsins og aðildarríkja er algjörlega nauðsynlegur til að tryggja vernd þessara barna í Grikklandi sem og heilsu og velferð þeirra til lengri tíma í gegnum úrræði eins og þessi.

UNICEF þarf á þínum stuðningi að halda til að ná til, vernda og aðstoða viðkvæman hóp barna og fjölskyldur þeirra í erfiðum aðstæðum í heimsfaraldri Covid-19 kórónaveirunnar. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að senda SMS-ið BARN í númerið 1900 (1.900 kr.).

Þú getur einnig styrkt söfnun UNICEF á Íslandi með framlagi að eigin vali hér.

Fleiri
fréttir

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira

15. apríl 2024

Ár af stríði í Súdan: Hvergi fleiri börn á flótta í heiminum
Lesa meira
Fara í fréttasafn