10. desember 2019

Forstjórinn fékk Sanna gjöf fyrir bestu jólapeysuna

Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, fór með sigur af hólmi í árlegri jólapeysusamkeppni Þjóðólfs, starfsmannafélags stofnunarinnar, í síðustu viku.

10. desember 2019 Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, fór með sigur af hólmi í árlegri jólapeysusamkeppni Þjóðólfs, starfsmannafélags stofnunarinnar, í síðustu viku. Starfsmannafélagið Þjóðólfur ákvað að þessu sinni að kaupa vinningana í keppninni af Sönnum gjöfum UNICEF. Glöggir starfsmenn UNICEF á Íslandi veittu verðlaununum athygli og höfðum við samband við stofnunina.

„Það hefur myndast hefð fyrir því hjá starfsmannafélaginu að verðlaun og viðurkenningar fyrir t.d. jólapeysu- og skreytingakeppnir innanhúss séu ekki efnislegar gjafir sem taka pláss eða ýta undir óþarfa neyslu vinningshafa. Höfum við t.d. keypt verðlaun hjá UNICEF, Rauða krossinum og Hjálparstofnun kirkjunnar,“ segir Heiða Liljudóttir hjá Þjóðskrá. „Sérstaklega á þetta við á aðventunni þegar við viljum öll láta sem mest gott af okkur leiða og höfum við þannig reynt að hafa umhverfis- og mannúðarmál að leiðarljósi.“

Margrét forstjóri hlaut verðlaun fyrir besta heildarútlit í jólapeysukeppninni og þótti viðeigandi að hún fengi Ömmugjöfina í verðlaun enda amma sjálf. En því miður láðist að taka mynd af sigurvegurunum í vinningspeysunum.

Einnig voru veitt sérstök verðlaun fyrir ósmekklegustu peysuna og var þar Donald Trump-peysa sem þótti skara fram úr í þeim efnum. Loks var veitt viðurkenning fyrir bestu viðleitnina og allir sigurvegarar leystir út með Sannri gjöf.

UNICEF á Íslandi óskar sigurvegurunum til hamingju og fagnar því að fyrirtæki og stofnanir velji umhverfisvænar og umhyggjusamar gjafir fyrir jólin. Meira svona!

Hægt er að skoða allt vöruúrvalið okkar á Sannargjafir.is

Fleiri
fréttir

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira

15. apríl 2024

Ár af stríði í Súdan: Hvergi fleiri börn á flótta í heiminum
Lesa meira

11. apríl 2024

Þrjár ungar stúlkur létu lífið undan ströndum Grikklands
Lesa meira
Fara í fréttasafn