14. júní 2017

Fatimusjóðurinn gefur 8,6 milljónir króna til barna í neyð í Jemen

Í dag afhentu fulltrúar Fatimusjóðsins UNICEF á Íslandi 8,6 milljóna króna framlag sem rennur til stríðshrjáðra barna í Jemen. Hluti upphæðarinnar er afrakstur skákmaraþons Hrafns Jökulssonar og Hróksins.

14. júní 2017

Í dag afhentu fulltrúar Fatimusjóðsins UNICEF á Íslandi 8,6 milljóna króna framlag sem rennur til stríðshrjáðra barna í Jemen. Síðastliðin tvö ár hefur borgarstyrjöld geisað í landinu og er hungursneyð nú yfirvofandi þar. Talið er að um 80% barna í Jemen þurfi á hjálp að halda. Starfsmenn UNICEF á svæðinu vinna dag og nótt við að veita börnum neyðaraðstoð.

Fatimusjóðurinn var stofnaður árið 2005 af baráttukonunni Jóhönnu Kristjónsdóttur. Upphaflega var sjóðnum ætlað að styðja við menntun barna í Jemen en síðustu árin hefur hann beitt sér fyrir margvíslegri uppbyggingu og neyðaraðstoð í Mið-Austurlöndum. Sjóðurinn hefur verið í samstarfi við UNICEF undanfarin ár og safnað tugmilljónum króna fyrir börn í neyð.

Hluti upphæðarinnar sem fulltrúar Fatimusjóðsins afhentu UNICEF á Íslandi er afrakstur af skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar og Hróksins sem haldið var dagana 12. og 13. maí. Í ár var teflt í minningu Jóhönnu Kristjónsdóttir sem féll frá skömmu fyrir maraþonið. Sjálf safnaði Jóhanna framlögum fyrir börn í neyð allt þar til yfir lauk.

„Framlag Fatimusjóðsins er ómetanlegt og við hjá UNICEF á Íslandi erum innilega þakklát fyrir stuðninginn. Við minnumst Jóhönnu af miklum hlýhug og erum þakklát fyrir allt hið góða sem hún kom til leiða fyrir konur og börn í Jemen, Sýrlandi og víðar. Ótal börn sem aldrei hittu hana eiga henni svo margt að þakka,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Fleiri
fréttir

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira

15. apríl 2024

Ár af stríði í Súdan: Hvergi fleiri börn á flótta í heiminum
Lesa meira

11. apríl 2024

Þrjár ungar stúlkur létu lífið undan ströndum Grikklands
Lesa meira
Fara í fréttasafn