Menu

Erfðagjafir

Besta leiðin til að tryggja að óskir þínar séu uppfylltar er að gera erfðaskrá. Með því móti tryggir þú að þær manneskjur sem eru þér kærar og þau málefni sem standa þér nærri njóti góðs af því sem þú hefur áorkað – löngu eftir þinn dag. Skiljanlega kjósa langflestir að arfleiða nánustu ættingja sína en margir óska auk þess eftir því að gefa til góðra málefna.

Skýr ósk sem gefur börnum von

Samkvæmt erfðalögum geta þeir sem eiga maka og niðja ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá. Þeir sem ekki eiga lögerfingja geta hins vegar ráðstafað öllum eigum sínum með erfðaskrá. 

Með því að gera erfðaskrá getur þú auðveldað aðstandendum þínum málin verulega. Ósk þín er þá skýr. Með því að minnast UNICEF í erfðaskrá þinni bætir þú auk þess heiminn og gefur börnum von.

UNICEF á Íslandi ráðleggur öllum þeim sem huga að gerð erfðaskrár að hafa samband við lögfræðing og býður þeim sem hafa áhuga á að minnast UNICEF í erfðaskránni lögfræðiráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Samtal þitt við lögfræðinginn er trúnaðarmál.

Við hjá UNICEF fáum engar upplýsingar um samskipti þín við lögfræðinginn þó svo að við tökum að okkur að útvega hann. Lögfræðingurinn gefur UNICEF vinnu sína. Margir eru óvissir um hvernig gera skal erfðaskrá og því höfum við bæði tekið saman spurningar og svör um gerð erfðaskráa og gefið út upplýsingabækling um erfðagjafir.

Hikaðu ekki við að vera í sambandi við okkur ef þú vilt vita meira eða ef spurningar vakna. Netfangið er unicef(hja)unicef.is og síminn 552 6300.

Stúlkur á heilsugæslu í Tsjad sem studd er af UNICEF. Æ fleiri kjósa að gefa hluta af arfi sínum til góðra málefna.

© UNICEF / Belicario

Með því að gera erfðaskrá getur þú auðveldað aðstandendum þínum málin verulega. Ósk þín er þá skýr.