Menu

Brian Pilkington ánægður með jólasveinana

Íslensku jólasveinarnir hafa verið þekktir fyrir stríðni og pretti. Síðustu jólin hafa þeir bræður þó tekið sig á og gert góðverk fyrir jólin, í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jólasveinarnir hafa hjálpað UNICEF að koma hinum ýmsu hjálpargögnum til barna í neyð – svokölluðum Sönnum gjöfum.

Sú staðreynd að jólasveinarnir geti hjálpað bágstöddum börnum um jólin, með því að gefa Sannar gjafir, veitir mér mikla gleði. 

Íslensku jólasveinarnir hafa verið þekkt­ir fyr­ir stríðni og pretti. Síðustu jólin hafa þeir bræður þó tekið sig á og gert góðverk fyrir jólin, í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jólasveinarnir hafa hjálpað UNICEF að koma hinum ýmsu hjálp­ar­gögn­um til barna í neyð – svokölluðum Sönn­um gjöf­um.

Uppistaðan í jólaátaki UNICEF á Íslandi eru myndir Brian Pilkingtons af íslensku jólasveinunum sem hann teiknaði á nýjan leik með hin ýmsu hjálpargögn í höndunum sem jólasveinarnir völdu sér sjálfir. Stúfur ákvað til dæmis að gefa börnum í neyð námsgögn og Þvörusleikir útvegaði börnum ormalyf.

Brian Pilkington segist vera mjög ánægður með bræðurnar:

„Sú staðreynd að jólasveinarnir geti hjálpað bágstöddum börnum um jólin, með því að gefa Sannar gjafir, veitir mér mikla gleði. Það er mjög í anda jólanna og á sama tíma uppfyllir margar af grunnþörfum barna í heiminum“ segir hann, ánægður með viðtökurnar.

Hægt er að fylgjast með góðverkum jólasveinanna á mbl.is, þegar þeir koma til byggða einn af öðrum.

Hvað eru Sannar gjafir?

Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð. Þær eru stórsniðugar jólagjafir og jólakort fyrir vini og fjölskyldu, en hægt er að kaupa hjálpargögn á borð við vítamínbætt jarðhnetumaukhlý teppibóluefni gegn mænusótt og skóla í kassa, svo fátt eitt sé nefnt. Jólasveinarnir og UNICEF sjá síðan um að koma gjöfunum til skila til barna sem þurfa á hjálp að halda.

Bóluefni Skyrgáms:

Mislingar eru bráðsmitandi og grafalvarleg veirusýking sem kostar tugþúsundir barna lífið á hverju ári. Við neyðaraðstæður er mjög mikilvægt að bregðast strax við og bólusetja börn til að koma í veg fyrir mislingafaraldur, en það er eitt af forgangsatriðum UNICEF. Bóluefnið sem Skyrgámur sér um að útvega kemur í veg fyrir að börn smitist af þessari lífshættulegu sýkingu. Einn skammtur af bóluefni gegn mislingum kostar ekki nema um 36 krónur! 

Pottaskefill valdi vatnshreinsitöflur sem galdra fram drykkjarhæft vatn:

Milljónir barna hafa ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni eins og við erum vön hér heima. Pottaskefill vill breyta þessu og mun fyrir jólin útvega vatnshreinsitöflur sem verða sendar á svæði þar sem hreint vatn er af skornum skammti. Þessar bráðsniðugu vatnshreinsitöflur geta á örskotsstundu galdrað fram drykkjarhæft vatn úr óhreinu vatni og með því komið í veg fyrir útbreiðslu lífshættulegra smitsjúkdóma.

Stúfur vill að öll börn fái að læra:

Stúf­ur er minnst­ur bræðra sinna og er mikið í mun að öll börn fái tæki­færi til að fara í skóla. Því er UNICEF sammála, enda menntun eitt öflugasta vopnið gegn fátækt og hungri. Námsgögn UNICEF nýtast sérstaklega vel á svæðum þar sem stríð eða náttúruhamfarir hafa raskað skólastarfi, en þá leggur UNICEF allt kapp í að tryggja að öll börn hafi tækifæri til að halda áfram að læra.

Það tekur enga stund að versla jólagjafirnar í vefverslun UNICEF, www.sannargjafir.isEinnig er hægt að kíkja á skrifstofu UNICEF á Íslandi á Laugavegi 176 og velja gjafir á staðnum.

Ég vil gefa mánaðarlega

Þitt framlag

Eða

Önnur upphæð