21. apríl 2020

135 milljónir manna upplifðu bráðafæðuóöryggi í fyrra

135 milljónir manna í 55 löndum og landsvæðum upplifðu bráðafæðuóöryggi á síðasta ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um fæðukrísuna í heiminum sem bandalag hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna, stjórnvalda og frjálsra félaga samtaka gefur út árlega.

21. apríl 2020 135 milljónir manna í 55 löndum og landsvæðum upplifðu bráðafæðuóöryggi á síðasta ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um fæðukrísuna í heiminum sem bandalag hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna, stjórnvalda og frjálsra félaga samtaka gefur út árlega.

Bráðafæðuóöryggi miðast við þegar einstaklingur getur ekki neytt fullnægjandi fæðu og það stofnar lífi hans eða lífsviðurværi í hættu. Miðast þetta við alþjóðlega og viðurkennda mælikvarða um hungursneyð, IPC-kvarðann og Cadre Harmonisé. Bráðafæðuóöryggi er alvarlegra og ekki það sama og viðvarandi hungur sem fjallað er um í árlegri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um matvælaöryggi og næringu í heiminum. Viðvarandi, eða krónískt hungur, er þegar einstaklingur getur ekki neytt nægrar fæðu yfir ákveðið tímabil til að viðhalda eðlilegu og virku lífi.

Í skýrslunni, segir enn fremur að í þessum 55 löndum þar sem fæðuöryggiskrísa var til staðar í fyrra glímdu 75 milljónir barna við vaxtarröskun og 17 milljón glímdu við rýrnun.

Fram kemur í skýrslunni að þetta sé hæsta hlutfall bráðafæðuóöryggis og vannæringar sem skráð hafi verið síðan bandalagið hóf árlega úttekt sína árið 2017. Það hefur því aðeins aukist. Fæðuöryggi 183 milljóna manna til viðbótar var sömuleiðis áhyggjuefni og sá fjöldi á barmi þess að lenda í alvarlegum vanda.

73 milljónir af þeim 135 milljónum sem fjallað er um í skýrslunni búa í Afríku. 43 milljónir í Mið-Austurlöndum og Asíu og 18,5 milljónir búa í Suður-Ameríku og Karíbahafi.

Meginástæður þess að fólk upplifði hungur og bráðafæðuóöryggi í fyrra voru sem fyrr stríðsátök, veðurhamfarir og efnahagsórói.

Skýrsluna, Global Report on Food Crises, má sækja í heild sinni hér.

Skýrslan er samstarfsverkefni bandalagsins Global Network Against Food Crisis sem UNICEF er meðal annarra aðili að.

Fleiri
fréttir

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira
Fara í fréttasafn