30. maí 2016

Slegin yfir fjölda flóttamanna sem fórst í Miðjarðarhafinu í vikunni

„Sögurnar sem ég hef heyrt frá börnum sem fara þessa leið eru hryllilegar. Ekkert barn ætti að ganga í gegnum þetta. Líf þeirra eru í höndum smyglara sem hugsa ekki um neitt annað en peninginn sem þeir fá frá þeim,“ segir Marie-Pierre Poirier, samræmingaraðili UNICEF fyrir málefni flóttamanna og farandsfólks í Evrópu.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er slegin yfir fregnum af þeim fjölda flóttamanna sem lét lífið á leið yfir Miðjarðarhafið í vikunni. Talið er að í hópnum hafi verið mörg fylgdarlaus börn.

Að sögn talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er fjöldi þeirra sem drukknuðu seinustu daga áætlaður um 700 manns. Fólkið var á leið sjóleiðina frá Líbíu til Ítalíu en sú ferð getur reynst afar hættuleg.

Meirihluti barna sem leggja í þetta ferðalag eru fylgdarlausir táningar. Þau hafa þurft að sæta misnotkun og misneytingu og eru í stöðugri lífshættu á meðan förinni stendur. Að meðaltali hafa um þúsund fylgdarlaus börn komið til Ítalíu hvern mánuð það sem af er þessu ári og búist er við mikilli aukningu á komandi mánuðum, þar sem fjöldi þeirra sem leggja í slíkar ferðir eykst alla jafna er sumarmánuðir ganga í garð.

„Sögurnar sem ég hef heyrt frá börnum sem fara þessa leið eru hryllilegar. Ekkert barn ætti að ganga í gegnum þetta. Líf þeirra eru í höndum smyglara sem hugsa ekki um neitt annað en peninginn sem þeir fá frá þeim,“ segir Marie-Pierre Poirier, samræmingaraðili UNICEF fyrir málefni flóttamanna og farandsfólks í Evrópu.

Ítölsk yfirvöld hafa nú hafið samstarf við UNICEF sem er ætlað að auka vernd og stuðning við flóttabörn. UNICEF mun vakta móttöku flóttabarna og sjá til þess að hún sé í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, fylgjast með stöðu flóttabarna á móttökusvæðum og hafa umsjón með aðgerðum sem aðstoða börn við að hefja nýtt líf í ítölsku samfélagi.

Fleiri
fréttir

27. mars 2024

Níu ár af stríði í Jemen: Milljónir barna vannærð
Lesa meira

15. mars 2024

Þrettán ár af stríði í Sýrlandi: UNICEF aðstoðaði milljónir í fyrra en þörfin aldrei meiri
Lesa meira

13. mars 2024

Sögulegur árangur í baráttunni gegn barnadauða
Lesa meira
Fara í fréttasafn