21. október 2016

„Nesti – fyrir alla“ matreiðslubók til styrktar neyðaraðstoð UNICEF

Hér er bók sem við mælum með! Nemendur í Verzlunarskólanum gáfu út matreiðslubók sem ber heitið „Nesti – fyrir alla“ en allur ágóði bókarinnar rennur í neyðaraðstoð UNICEF fyrir börn frá Sýrlandi.

Hér er bók sem við mælum með! Nemendur í Verzlunarskólanum gáfu út matreiðslubók sem ber heitið „Nesti – fyrir alla“ en allur ágóði bókarinnar rennur í neyðaraðstoð UNICEF fyrir börn frá Sýrlandi.

„Nesti – fyrir alla“ er matreiðslubók sem státar af fjölbreyttum og ódýrum uppskriftum sem er hvort tveggja auðvelt og fljótlegt að útbúa. Bókin var gefin út í upphafi þessa árs en er í dag uppseld. Enn er þó hægt er að nálgast bókina rafrænt með því að leggja inn pöntun á Facebook-síðu bókarinnar.

Það voru Verzlunarskólanemendurnir Sigríður Karlsdóttir, Þórdís Una Arnarsdóttir, Anna Hlín Sigurðardóttir, Eyleif Ósk Gísladóttir, Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir og Íris Emma Gunnarsdóttir sem skrifuðu, hönnuðu og gáfu bókina út.

,,Það var mjög ánægjulegt að sjá hve vel bókinni var tekið og hvatti það okkur til að leggja harðar að okkur fyrir málefnið sem við brennum fyrir,“ sagði Ásthildur Margrét þegar hún ásamt hinum höfundum bókarinnar kom og afhenti UNICEF ágóða bókarinnar á dögunum.

UNICEF á Íslandi færir þeim einstakar þakkir fyrir að láta sig málefni barna varða.

Neyðarsöfnun UNICEF er enn í fullum gangi - Nánar hér!
Sendu sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr) og hjálpaðu börnum í Sýrlandi.

Fleiri
fréttir

27. mars 2024

Níu ár af stríði í Jemen: Milljónir barna vannærð
Lesa meira

15. mars 2024

Þrettán ár af stríði í Sýrlandi: UNICEF aðstoðaði milljónir í fyrra en þörfin aldrei meiri
Lesa meira

13. mars 2024

Sögulegur árangur í baráttunni gegn barnadauða
Lesa meira
Fara í fréttasafn